Afhenti lista yfir heróínbaróna. NATO í Afghanistan !

Viktor Ivanov, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Rússlandi, þingaði með Gil Kerlikowske, bandarískum starfsbróður sínum, í Moskvu í gær, og afhenti honum lista yfir níu umsvifamestu heróínbaróna Afganistans og lýðveldanna í Mið-Asíu. Ivanov bætti við að ráðamenn í Rússlandi væru reiðubúnir að draga þessa menn fyrir rétt, fengjust þeir framseldir. Ivanov segist áður hafa látið Bandaríkjastjórn í té upplýsingar um 25 menn í Afganistan sem fáist við heróínviðskipti, og bent henni á 175 staði þar sem fíkniefni séu unnin úr ópíumvalmúa í landinu, en ekkert hafi verið gert.
Ivanov segir að 95 prósent af heróíni á heimsmarkaði komi frá Afganistan, nú sé framleitt helmingi meira heróín í landinu en í öllum heiminum fyrir áratug.

Í mars hafnaði Atlantshafsbandalagið kröfu Rússa um að hersveitir þess í Afganistan tortímdu valmúaekrum bænda, en þaðan kemur ópíum sem heróín er unnið úr, og báru því við að margir bændur hefðu ekki aðrar tekjur en af þessari afurð. Eyðing valmúans yrði vatn á myllu Talíbana. Stjórnvöldum í Moskvu finnst þessi röksemd léttvæg.

Hálf þriðja milljón Rússa er háð fíkniefnum, flestir neyta heróíns. Ivanov segir landa sína neyta 35 tonna af efninu ár hvert. Árlega dregur heróín 30 þúsund Rússa til dauða og 80 þúsund manns neyta þess í fyrsta sinn. Ivanov segir fimmtung heróíns, og annarra ópíuefna í heiminum, ganga kaupum og sölum í Rússlandi, en söluandvirðið nemur jafnvirði um 1.700 milljarða króna á ári.


frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Birgir

Ég hef marg oft bloggað á Visi um þetta atriði og hvað það sé sem þarf að vernda í Aganistan og finnst frábært að Rússar skuli hafa veitt þessar upplýsingar.

Það sem hangir á spýtunni væntanlega er að ef öllum ökrunum yrði eytt þá mundi skapast slíkt alheims heilbrigðisvandamál að ekkert ríki réði við það.    NATO hershöfðingi lét hafa eftir sér á blaðamannafundi á sl.ári aðspurður að það væri ekki í verkahring þeirra að eyða jurtinni heldur Talibönum??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Amazing Iceland and Icesave

Global politics review. Monetary System Change. NEW Hamiltonian Credit System, before we descend to New Dark Age. USA/GLOBAL HAMILTONIAN CREDIT SYSTEM NOW !

Höfundur

Birgir Rúnar Sæmundsson
Birgir Rúnar Sæmundsson

Interested in global politics, and survival of mankind and planet.

Supporter of the Constitution of United States of America.

Devoted enemy of the City of London, Brutish Empire.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • goforit
  • bbtmcb2
  • lyntomm
  • tgcimh
  • 300410top
  • organize-header
  • nazit4
  • whispering
  • 4x5flagb
  • thesign

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 21033

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband