Hæstiréttur segi af sér. Jónas Kristjánsson

Innskot: "Those who make peaceful revolution impossible, make violent revolution inevitable" - JFK.

Hæstiréttur segi af sér
Dómur Hæstaréttar kemur niður á þeim, sem enga aðild eiga að tæknilegum og smávægilegum mistökum við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Móðgun við kjósendur, sem fóru á kjörstað. Hæstiréttur eyðilagði atkvæði þeirra. Móðgun við frambjóðendur, sem tóku þátt í lýðræðislegu ferli. Hæstiréttur eyðilagði fyrirhöfn þeirra. Móðgun við þá, sem hlutu kosningu samkvæmt gildum reglum. Hæstiréttur veldur þeim kostnaði og óþægindum. Móðgun við þjóðina, sem þarf að borga fyrir töku tvö. Hæstiréttur lét almannahagsmuni víkja fyrir óbeit auðvaldssinna á nýrri stjórnarskrá. Sex dómurum hans ber að segja af sér. 30.01.2011
Sitjum við uppi með stuldinn?
Talsmenn hagsmunagæzlu kvótagreifa berjast hatrammlega gegn tilraunum fólks til að ná aftur auðlindunum. Þjóðin á auðlindirnar samkvæmt stjórnarskrá, en það virðist ekki vera haldreipi. Kvótagreifarnir stálu auðlindum hafsins og veðsettu þær upp fyrir topp. Nú er verið að reyna að endurheimta þær og gengur treglega. Verst var sáttanefnd hagsmunaaðila, sem Jón Bjarnason skipaði. Við hagsmunaaðila af tagi kvótagreifa verður aldrei nein sátt, sem máli skiptir. Við eigum að nota tækifærið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru utan stjórnar. Annars sitjum við uppi með stuldinn.

29.01.2011
Heiðursmenn á háu Alþingi
Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru baráttumenn hrunverja. Pétur H. Blöndal gekk lengst. Hann var hugmyndafræðingur hruns sparisjóðanna, átti spakmælið: "Fé án hirðis". Og allt féð var hirt. Bjarni Benediktsson var þingflokksformaður hrunsins, ábekingur ofsadýrra loforða Geirs og Davíðs og aðili að hruni Sjóvá. Ásbjörn Óttarsson, sem greiddi sér arð úr stórtapi og sveik undan skatti. Sigurður Kári Kristjánsson, sem sí og æ morfísast í hálftíma hálfvitanna á þingi. Árni Johnsen hinn frómi. Þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kúlulánadrottning. Fleiri eru í safni heiðursmanna flokksins.

www.jonas.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Amazing Iceland and Icesave

Global politics review. Monetary System Change. NEW Hamiltonian Credit System, before we descend to New Dark Age. USA/GLOBAL HAMILTONIAN CREDIT SYSTEM NOW !

Höfundur

Birgir Rúnar Sæmundsson
Birgir Rúnar Sæmundsson

Interested in global politics, and survival of mankind and planet.

Supporter of the Constitution of United States of America.

Devoted enemy of the City of London, Brutish Empire.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • goforit
  • bbtmcb2
  • lyntomm
  • tgcimh
  • 300410top
  • organize-header
  • nazit4
  • whispering
  • 4x5flagb
  • thesign

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 21247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband