31.3.2011 | 08:31
Neyðarkall frá íslenskum borgurum til AGS og ESB
Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.
Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave. Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.
Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1154928/
Reykjavík 28. mars 2011
Hr. Dominique Strauss-Kahn
framkvæmdarstjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Washington, DC 20431
USA
/
Hr. José Manuel Barroso
forseti Framkvæmdarstjórnar Evrópusambansins
1049 Brussels, Belgium
Kæri, hr. Strauss-Kahn. / Kæri, hr. Barroso.
Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 milljörðum bandaríkjadala niður í 128 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.
Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum . AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.
Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.
Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).
Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem augljóslega ósjálfbært í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).
Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins.
Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.
Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
Ásta Hafberg, háskólanemandi
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Þórðardóttir, kennari
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna
Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar
Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Amazing Iceland and Icesave
Nýjustu færslur
- Washington Represents the Most Concentrated form of Evil in H...
- F William Engdahl - Totalitarian Democracy in the New World O...
- Í tilefni játningar Tony Bliar
- Washington's Path to War with Russia
- Obama Places World on Fast Track to Thermonuclear War
- State of the Union - Lyndon LaRouche - Jan 18, 2012
- Thanks for arriving early!
- Banned incredible Ron Paul Video
Færsluflokkar
Tenglar
Pólitík
Stjórnmál og kosningar 2007
- HJARI VERALDAR
- Inspired by Amazing Iceland Amazing Videos from Iceland
- FREE Iceland Crash Book Iceland Crash Enslaving a Small Nation. The Brutish Empire strikes again.
- ICALAND ECONOMIC DISASTER
- GLOBAL GLASS STEAGALL Saving the Planet Now!: A Global Glass Steagall
- Iceland Crash ! Vefsíða á ensku um hrunið á íslandi
- Kvótagreifarnir Kvótabófarnir sem öllu ráða!
- Wordpress Stjórnmál My Wordpress Blog. Iceland Crash
- Freedom Burma. Restoration AUNG SAN SUU KYI er eini Nóblesverðlaunahafi í fangelsi !
Góðir Linkar
Áhugaverðir Linkar fyrir ferðamenn,og aðra sportmenn.
- Silencer Brake Combo Gun silencer and gun Tech Books and accessories for rifles and pistols
- Heimasíða Rifflar BRS Custom Rifles Custom rifles precision made. Hunting and target rifles.
- Glass Bedding Rifles Leiðbeiningar um hvernig á að bedda riffle
- Custom Rifles Blog Custom Rifles, Gun silencer blog
- Double Action Brake Silencer og Muzzle Brake Combo.
- Síðan Mín ! How to make a gun silencer
- Gun Silencer How to make a gun silencer
- Amazing Iceland Video Collection
- GOOGLE PRECISIONGROUP
- MSN Precisiongroup
- YAHOO PRECISONGROUP
- Amazing Iceland !
- B.R.S. RIFLES BLOG
- TOOL DESIGN !
- RIFLEPRO BLOG !
- MSN RIFLEPRO SPACES
- Betri Rifflar !
- NÁTTÚRU VIDEO GOOGLE
- TOOLPATENT !
- VIDEO VERSLUN.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.