3.4.2011 | 10:45
Vilji íslenskra ráðamanan til að greiða Icesave er mjög sérstakur
Vilji íslenskra ráðamanan til að greiða Icesave er mjög sérstakur
eftir Helgu Þórðardóttur og Rakel Sigurgeirsdóttur
Við ásamt nokkrum öðrum Íslendingum sendum bréf til forseta Evrópusambandsins með nokkrum spurningum um Icesave. Spurningum sem við teljum að nauðsynlegt sé að fá svör við áður en þjóðin ákveður sig hvernig hún greiðir atkvæði þann 9. apríl nk.
Aðalatriði þeirra mótmæla sem eiga sér stað í Evrópu í dag er hvort ríkisvæða eigi mistök einkabanka og um það stendur Icesave-deilan. Sú pólitík er kölluð pilsfaldakapítalismi. Hvorki sannir frjálshyggjumenn né vinstrimenn vilja tilheyra þeim hópi. Þess vegna er barátta íslenskra alþingismanna mjög sérkennileg.
Í stað þess að berjast með kjafti og klóm fyrir hagsmunum almennings á Íslandi eins og þeir voru kosnir til vilja margir þeirra leggja enn meiri skuldir á almenning sem gæti leitt til greiðsluþrots. Þar er illa farið með umboðið að okkar mati. Bankasamsteypan hagnast augljóslega mest þar sem kjörnir fulltrúar fólksins berjast fyrir hagsmunum hennar en ekki almennings. Því hefur orðið forsendubrestur milli þings og þjóðar.
Við höfum fengið nokkur viðbrögð frá erlendum aðilum við bréfinu sem við sendum forseta Evrópusambandsins. Nigel Farage, Evrópuþingmaður, svarar okkur á þann hátt að við höfum rétt fyrir okkur. Auk þess er ljóst að nei við Icesave mun gefa mönnum styrk til að andmæla pilsfaldakapítalismanum á vettvangi Evrópuþingsins.
Michael Hudson, heimsþekktur hagfræðingur og sagnfræðingur, hefur einnig svarað okkur. Í þeim bréfaskrifum kemur glöggt fram að Icesave-skuldin er ólögvarin skuld. Icesave-reikningarnir eru mistök óheiðarlegra bankamanna og á að meðhöndla sem slík. Þar sem hvorki er lagaleg né siðferðileg skylda til að greiða Icesave er vilji íslenskra ráðamanna til að greiða Icesave mjög sérstakur. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort um sé að ræða yfirhylmingu hjá þeim alþingismönnum sem styðja Icesave. Yfirhylmingu á þeirra mistökum eða þátttöku í kúlulánafylliríi bólunnar fyrir hrun. Á almenningur að borga fyrir slíkt sukk?
Glöggt er gests augað og það er mjög sérkennilegt þegar þessir aðilar úti í heimi sjá enga aðra raunverulega skýringu á greiðsluvilja íslenskrar valdastéttar en spillingu. Reyndar er sú niðurstaða í takt við upplifun almennings á Íslandi því við finnum að ekkert hefur í raun breyst. Hið nýja Ísland er enn langt utan seilingar. Það er fullkomlega ljóst að stinga þarf á þeirri spillingu sem þrífst í skjóli leyndar og hleypa soranum út. Að samþykkja Icesave-skuldina eru enn einar umbúðirnar utan um spillinguna en nei við Icesave heggur skarð í völd sérhagsmunahópa. Nei við Icesave er varða á leiðinni að hinu nýja Íslandi sem við ætluðum að koma á eftir búsáhaldabyltinguna.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Amazing Iceland and Icesave
Nýjustu færslur
- Washington Represents the Most Concentrated form of Evil in H...
- F William Engdahl - Totalitarian Democracy in the New World O...
- Í tilefni játningar Tony Bliar
- Washington's Path to War with Russia
- Obama Places World on Fast Track to Thermonuclear War
- State of the Union - Lyndon LaRouche - Jan 18, 2012
- Thanks for arriving early!
- Banned incredible Ron Paul Video
Færsluflokkar
Tenglar
Pólitík
Stjórnmál og kosningar 2007
- HJARI VERALDAR
- Inspired by Amazing Iceland Amazing Videos from Iceland
- FREE Iceland Crash Book Iceland Crash Enslaving a Small Nation. The Brutish Empire strikes again.
- ICALAND ECONOMIC DISASTER
- GLOBAL GLASS STEAGALL Saving the Planet Now!: A Global Glass Steagall
- Iceland Crash ! Vefsíða á ensku um hrunið á íslandi
- Kvótagreifarnir Kvótabófarnir sem öllu ráða!
- Wordpress Stjórnmál My Wordpress Blog. Iceland Crash
- Freedom Burma. Restoration AUNG SAN SUU KYI er eini Nóblesverðlaunahafi í fangelsi !
Góðir Linkar
Áhugaverðir Linkar fyrir ferðamenn,og aðra sportmenn.
- Silencer Brake Combo Gun silencer and gun Tech Books and accessories for rifles and pistols
- Heimasíða Rifflar BRS Custom Rifles Custom rifles precision made. Hunting and target rifles.
- Glass Bedding Rifles Leiðbeiningar um hvernig á að bedda riffle
- Custom Rifles Blog Custom Rifles, Gun silencer blog
- Double Action Brake Silencer og Muzzle Brake Combo.
- Síðan Mín ! How to make a gun silencer
- Gun Silencer How to make a gun silencer
- Amazing Iceland Video Collection
- GOOGLE PRECISIONGROUP
- MSN Precisiongroup
- YAHOO PRECISONGROUP
- Amazing Iceland !
- B.R.S. RIFLES BLOG
- TOOL DESIGN !
- RIFLEPRO BLOG !
- MSN RIFLEPRO SPACES
- Betri Rifflar !
- NÁTTÚRU VIDEO GOOGLE
- TOOLPATENT !
- VIDEO VERSLUN.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.