Gagnrýndi bónusgreiðslur bankamanna ??

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á vorfundi OECD í París í gær að algjör umbylting verði að eiga sér stað hjá fjármálastofnum og þeirri hugmyndafræði sem hafi verið við lýði við stjórnun þessara stofnanna. Nefndi hann sérstaklega bónusgreiðslur til bankamanna.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu flutti Steingrímur erindi í gær á málstofu um endurreisn trausts á fjármálakerfum þar sem lögð var áhersla á fjármálareglur, eftirlit og neytendavernd.

Fjallaði Steingrímur þar um reynslu Íslands af fjármálakreppunni og hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu. Sagði hann meðal annars í erindi sínu að vandinn sem mörg ríki standa frammi fyrir verði ekki aðeins leystur með því að herða á regluverki og eftirliti. Algjör umbylting verði að eiga sér stað hjá fjármálastofnunum sjálfum og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið við lýði við stjórnun þessara stofnanna.

Steingrímur sagði einnig, að svara þyrfti erfiðum spurningum um innstæðutryggingakerfi, á borð við hvort slík kerfi nytu ríkisábyrgðar eða væru eingöngu á ábyrgð bankanna.

Í viðtali við Reutersfréttastofuna sagði Steingrímur, að verið væri að undirbúa endurkomu Íslands á fjármálamarkaði. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Amazing Iceland and Icesave

Global politics review. Monetary System Change. NEW Hamiltonian Credit System, before we descend to New Dark Age. USA/GLOBAL HAMILTONIAN CREDIT SYSTEM NOW !

Höfundur

Birgir Rúnar Sæmundsson
Birgir Rúnar Sæmundsson

Interested in global politics, and survival of mankind and planet.

Supporter of the Constitution of United States of America.

Devoted enemy of the City of London, Brutish Empire.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • goforit
  • bbtmcb2
  • lyntomm
  • tgcimh
  • 300410top
  • organize-header
  • nazit4
  • whispering
  • 4x5flagb
  • thesign

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband