Háttvirtur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson

 

Háttvirtur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson

Koma þarf á neyðarstjórn á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.

Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma 18 - 24 mánuði til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:

1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum

2. Rannsókn á efnahagshruninu

3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar

4. Stjórnlagaþingi

Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan. Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga. Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli. Neyðarstjórn almennings er utanþingsstjórn sem forseti Íslands skipar og meirihluti Alþingis sættir sig við.

Í kosningastefnuskrám VG síðastliðið vor mátti einmitt finna heitstrengingar um að tiltekinn hluti landsmanna gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær hljóða svo:

Vinstri Grænir

Aukið lýðræði

Vegur til framtíðar

Lýðræðisumbætur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

 

Hreyfingin og Borgarahreyfingin

Stefnuskrá Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar árið 2009

Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess.

Sama skal gilda um þingrof.

Samfylkingin

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.

Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur

Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.

Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.

Framsóknarflokkurinn

Aukið lýðræði - vegur til framtíðar

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar 15-20% geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um öll stórmál

Lýðræðisleg ákvörðun um ESB

Lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll

Við viljum að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn

Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins árið 2009 sagði:

Ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál Landsfundur telur að setja skuli almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það er því ljóst að forsetinn á góðan stuðning við stefnumörkun sína frá 2004 í nýlegri stefnuskrá Samfylkingar. Stefnuskrá sem sett var í aðdraganda síðustu þingkosninga. Stefnuskrá sem hvetur til þess að milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins og að tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa lagt fram stefnu um að auka vægi beins lýðræðis og stjórnarflokkarnir beinlínis sett fram tiltekin skilyrði um þjóðaratkvæðagreiðslur sem nú hefur verið fullnægt með afgerandi hætti, hver er þá eiginlega vandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar? Það getur varla verið vandamál þegar stefnuskrár allra flokka eru í samræmi við þá stefnu sem forsetinn markaði árið 2004.

Með ósk um að forseti Íslands þrýsti á Alþingi Íslendinga um að rjúfa tafarlaust þing vegna þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi.

Með ósk um að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson rjúfi þing og boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort skipa eigi utanþingstjórn á Íslandi í september árið 2010.

Virðingarfyllst

------------------

nafn sendanda

------------------

kennitala

sendist til:   forseti@forseti.is

Bréf þetta er birt á Svipan: http://www.svipan.is/?p=12853 

 


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Birgir í ókotber er réttara, hafðu þökk fyrir góðan pistill lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur.

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.

  • Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
  • Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Amazing Iceland and Icesave

Global politics review. Monetary System Change. NEW Hamiltonian Credit System, before we descend to New Dark Age. USA/GLOBAL HAMILTONIAN CREDIT SYSTEM NOW !

Höfundur

Birgir Rúnar Sæmundsson
Birgir Rúnar Sæmundsson

Interested in global politics, and survival of mankind and planet.

Supporter of the Constitution of United States of America.

Devoted enemy of the City of London, Brutish Empire.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • goforit
  • bbtmcb2
  • lyntomm
  • tgcimh
  • 300410top
  • organize-header
  • nazit4
  • whispering
  • 4x5flagb
  • thesign

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband